Leikstjórinn Matthew Vaughn sem snýr aftur í stólinn sagði í viðtali við Empire tölublaðið að seinni Kingsman myndin muni bera undirheitið The Golden Circle. Einnig staðfesti hann að Mark Strong og hinn ungi og efnilegi Taron Eggerton snúa aftur í hlutverk sín ásamt Halle Berry og Julianne Moore.

Vaughn hafði áður ekki sagst ákveðinn í að leikstýra seinni myndinni vegna skorts á góðu illmenni. Eftir góðan svefn var það hins vegar úr sögunni því handritið og persónurnar birtust honum hreinlega eins og hann segir sjálfur:

“I didn’t know if I wanted to direct this or not,” the director admitted. “I was worried about the villain. Spy films are only as good as their villains. Then one morning I woke up with the whole storyline in place and a new villain plot.”

Sagan hefur ekki verið birt en margir telja að Eggsy ferðist til Bandaríkjanna og hitti þar Berry sem stýrir The Statesmen, bandarísk hliðstæða bresku Kóngsmannana og saman berjast þau gegn illmenninu Poppy, leikið af dömunni Moore.

Kingsman: The Golden Circle er væntanleg á næsta ári.