“A comedy of terrors.”

Það þarf nokkuð hugaða menn til að gera grínmynd um hræðilega atburði eins þá sem fjallað er um í þessari mynd. Charlie Chaplin gerði það árið 1940 í The Great Dictator en hér er það Stalín sem fær farsa meðferðina í stað Hitlers. Þetta er fín lína sem þarf að dansa og það tekst að mestu leyti í The Death of Stalin þó hún gæti eflaust móðgað einhverja.

Þetta er mjög skemmtileg mynd með virkilega frábærum leikum sem njóta þess að vinna saman. Ég fékk oft á tilfinninguna að ég væri að horfa á vel æft leikrit sem er örugglega ekki fjarri lagi. Steve Bushcemi fær sérstaklega að njóta sín. Myndin er fyndin en þó hló ég ekki nærri því jafn mikið og sumir í salnum. Þetta er óvenjuleg ræma sem flestir ættu að geta haft gaman af.

“I know the drill. Smile, shake hands and try not to call them cunts.”

Leikstjóri: Armando Iannucci (In The Loop)