Fox-stúdíóið hefur ekki verið að leyna traustið sem það hefur til Deadpool enda er búið að forsýna myndina í mauk (og fleiri sýningar í vikunni) og stefnir allt í trausta aðsóknarhelgi miðað við jákvæða umtalið (ég m.a.s. fílaði hana í tætlur, og ég fíla vanalega ekki Deadpool).

deadpool-2-cable-picAðstandendur telja sig ekki vera eftir neinu að bíða og því er undirbúningur strax hafinn við gerð Deadpool 2. Handritshöfundar fyrstu myndarinnar, Rhett Reese og Paul Wernick, snúa aftur og eru á fullu að skrifa og skipuleggja næsta kafla, sem verður að öllum líkindum brjálaðri og miklu stærri. Hvorki Deadpool-karakterinn sjálfur né aðrir aðstandendur hafa farið leynt um það að karakterinn Cable mæti andhetjunni í framhaldinu, en hann er þekktasta illmennið í Deadpool-myndasögunum.

Leikstjórinn Tim Miller hefur ekki enn staðfest þátttöku sína en það segir sig sjálft að Ryan Reynolds er þegar farinn að hoppa hæð sína af spenningi og tilhlökkun. Nýlega sagði hann þetta í viðtali við IGN:

„Ég mun aldrei aftur leika aðra ofurhetju, en Deadpool væri ég til í að leika þangað til ég dey. Það væri gaman.“