Nú hafa nokkrir útvaldir fengið að berja Batman v Superman augum (m.a.s. alnokkrir innlendir) og hefur einn „dómur“ verið að vekja athygli á netinu. Miðað við hve volgar undirtektir Man of Steel hlaut hjá gagnrýnendum og áhorfendum á sínum tíma er öruggt að segja að það hangir talsverð pressa á Snyder með þessa mynd hjá kjarnanördunum.

Anthony nokkur Breznican lét í sér heyra á Twitter og leggur út það sem margir harðir aðdáendur eru að velta fyrir sér:

Capture123

Fleiri sem hafa séð myndina hafa vottað víst fyrir það að Wonder Woman steli þarna senunni.

 

Myndin mætir hingað í bíó 23. mars, en verður slatti af miðnæturforsýningum í boði, þar á meðal hjá Nexus.