“Never, never, never surrender.”

Winston Churchill er ein merkasta persóna síðustu 100 ára og kaflar úr ferli hans sem forsætisráðherra Bretlands hafa verið sagðar í hinum ýmsu myndum og þáttum. Þessi mynd fjallar um kafla í upphafi síðari heimstyrjaldarinnar þar sem Churchill tekur við embætti og þarf að takast á við erfiðar og umdeildar ákvarðanir.

Þessi mynd er ágætis hliðarmynd með kvikmynd Christopher Nolan um Dunkirk. Sú mynd er hinsvegar mikið betri en það sem kannski vantaði í hana var aðalpersóna sem fær að njóta sín. Það er ekki vandamálið hér. Gary Oldman lætur allt vaða í þessu hlutverki og mun klárlega næla sér í gullna styttu fyrir ómakið. Myndin sem slík er hinsvegar frekar þurr og skilur ekki mikið eftir sig. Líkt og t.d. The Post þá er hér um áhugaverða atburði að ræða í sögulegu samhengi en það vantar bara eitthvað í myndina sem hefði getað gert hana frábæra.

“You can not reason with a Tiger when your head is in its mouth.”

Leikstjóri: Joe Wright (Pride & Prejudice, Atonement, Hanna)