“There are other worlds than these.”

Stephen King gerir almennt ekki framhaldsbækur, en The Dark Tower er hans stærsta verk sem nær yfr sjö bækur. Ég hef bara lesið fyrstu bókina og þekki því söguna mjög takmarkað, en þessi mynd er víst einhverskonar samsuða af nokkrum bókum og mér skilst að aðdáendur bókanna séu langt frá því að vera sáttir.

Þessi mynd er frekar misheppnuð. Idris Elba er reyndar mjög góður, enda áreiðanlegur leikari, og Matthew McConaughey er allt í lagi, en hann hefði reyndar mátt ganga miklu lengra í túlkun sinni. Myndin er stutt en virkaði löng þar sem atburðarrásin er hæg og ekkert allt of áhugaverð. Eins og í mörgum fantasíum snýst allt um ungan dreng með náðargáfu, en Jake Chambers er nú í flokki með Harry Potter, Luke Skywalker, Eragon, Bastian, Frodo, Percy Jackson, Simon Grace og fleirum.

Myndin flæðir ekki nógu vel en það eru góð augnablik inn á milli. Brellurnar eru fínar en hasaratriðin ekki alveg nógu öflug. Allt í allt vantaði bara of mikið upp á. Ekki búast við framhaldsmynd.

“You can’t stop what’s coming. Death always wins.”

 

Leikstjóri: Nikolaj Arcel