„He came in search of a drug so rare it could only be found in one place… Man.“
Dark Angel er kannski síðasta alvöru 80´s hasarmyndin þó svo að hún hafi tæknilega komið út árið 1990. Myndin er einhverskonar blanda af Dirty Harry og Predator 2, sem kom reyndar út sama ár. Hún er líka í takt við ræmur eins og The Last Action Hero gerði grín að Cobra og fleiri ýktum löggumyndum. Hún er alls ekki eins góð og Cobra en hún er með ansi heillandi og einstakt illmenni utan úr geimnum!
Illmennið, leikið af Matthias Hues, er eiturlyfjasali frá annarri plánetu. Hann tekur eitthvað efni úr mannslíkamanum og býr til sjalgæft eiturlyf. Nokkuð frumleg nálgun. Ofan á það þá er hausaveiðari á eftir honum, líka utan úr geimnum, sem er reyndar frekar misheppnaður. Dolph Lundgren er ekki oft í svona góðum aðalhlutverkum en hér sannar hann að hann er ekki verri leikari en Van Damme og Schwarzenegger. Þetta er þrælskemmtileg heilalaus hasarmynd, stútfull af æðislegum 80´s klysjum. Loka samskiptin eru svo legendary þegar geimveran segir „I come in peace“ og sænska vöðvatröllið svarar „but you go in pieces, asshole“.
„Either you’re Santa Claus or you’re dead, pal.“
Leikstjóri: Craig R. Baxley (Stone Cold)