Þessi frábæra Bollywood ræma situr stolt á topplista imdb, nr. 72. Hér er stórstjarnan Aamir Khan í stóru hlutverki en hann virðist vera í öllum stórum indverskum myndum. Hann leikur gamlan glímumeistara sem dreymir um að eignast son sem hann getur þjálfað í ólympískri glímu. Þegar hann eignast ekkert annað en stelpur vandast málið. Þessi mynd er ótrúlega grípandi og fór langt fram úr mínum væntingum. Hún er tæpir þrír tímar svo áhorfandinn þarf að vera undir það búinn. Það var engin kvöð að klára myndina þar sem ég var alltaf spenntur að sjá hvað myndi gerast næst.

“You have to fight in a way that people will remember you.”

Leikstjóri: Nitesh Tiwari (Bhoothnath Returns)