“More Daddies. More Problems.”

Daddys Home var ágætlega heppnuð grínmynd sem kom út árið 2015 og auðvitað þurftu þeir að gera framhald. Þessi mynd reynir að gera svipaða hluti og Meet The Fockers þar sem litríkir fjölskyldumeðlimir krydda tilveruna með furðulegri hegðun. Því miður virkar það ekkert allt of vel.

Daddy´s Home 2 er máttlaus og ófyndin mynd þar sem sömu lélelegu brandararnir eru endurteknir aftur og aftur. Það á víst að vera endalaust fyndið hvað John Lithgow er innilegur og hvað Mel Gibson er harður en eftir nokkrar mínútur verður það fljótt þreytt. Það er einstaklega lítið hugmyndaflug á kreiki í handritinu og ég hreinlega gafst upp í lokin og bara gat ekki klárað hana. Kannski kom einhver snilld alveg í lokin en hún hefur þá komið of seint.

“His total lack of masculinity, I mean his weak chin and soft underbelly bothers you not a bit?”

Leikstjóri: Sean Anders (Daddy´s Home, Horrible Bosses 2)