Flestir Star Wars unnendur ættu að kannast við skáldaða, subbulega (en stórsnjalla!) gagnrýnandann Harry S. Plinkett hjá Red Letter Media. Muldrandi rödd Plinketts má þekkja langar leiðir og vakti kauði mikla athygli fyrir eins og hálfs tíma krufningar sínar á forsögunum á sínum tíma; löngum, kómískum en hnytmiðuðum. Einnig hefur hann tekið fyrir Star Trek-myndir og Indiana Jones 4, eða tætt í sig.

Plinkett er nú mættur aftur til þess að segja sínar skoðanir á The Force Awakens, en hann stoppar ekki þar og stenst ekki mátið að kommentera á ástand „franchise“ mynda í dag og þagga niður í öllum sem hafa stokkið Episode I-III til varnar.

Harry fær orðið… í 105 mínútur – (að mestu leyti) vel þess virði!