Á sínum tíma kolféllu áhorfendur fyrir fegurðinni og magnaða koríógraffinu í kínversku bardagamyndinni Crouching Tiger, Hidden Dragon frá Ang Lee. Myndin kom út árið 2000 og hlaut verðskuldað lof, eins og þessi klippa getur minnt ykkur á.

Sextán árum síðar er nú komið að framhaldinu, sem frumsýnt var í bandaríkjunum á Netflix í vikunni og víða í kvikmyndahúsum. Hér mætir Michelle Yeoh aftur ásamt „Grænu örlögunum“ í framhaldssögu sem hlotið hefur undirheitið Sword of Destiny. Lee kom hvergi að gerð myndarinnar, og kemur mörgum á óvart að þessi skuli vera að mestu skotin á ensku, en hins vegar er í leikstjórastólinn sestur slagsmálahönnuðurinn Yuen Woo-ping (meistarinn mikli sem setti m.a. sinn svip á fyrstu myndina). Donnie Yen og Jason Scott Lee fylgja jafnframt með.

Sjáum hvað brotið segir.