Cronos er fyrsta kvikmynd Mexíkanans sem allir elska, Guillermo del Toro. Strax í byrjun finnur maður fyrir návist lita hobbitans. Við erum með alla uppáhaldshluti del Toro, þ.e. skordýr og klukkutannhjól, eða eitthvað í þeim dúr. Ron Perlman er á svæðinu í toppformi ásamt öðru trademark einkenni, hinu yfirnáttúrulega, í þessu tilviki vampírur.

Spoiler – Sagan segir frá gömlum manni sem á fornminjabúð og kemst yfir skrítið tól sem kallast “the cronos device”. Tólið er gætt þeim eiginleika að maður getur látið það bíta sig og þannig framlengt lífið sitt. Eina vandamálið er auðvitað að maður breytist í vampíru. Myndin tekur vinstri stefnu þegar ríkur en veikur maður nálgast gamla manninn og vill fá tækið.

Þessi mynd er virkilega góð. Andrúmsloftið er drungalegt en einstakt. Þetta er ekki eins og nein önnur vampírumynd sem ég hef séð. Það er ekki litið á gott og illt sem svart og hvítt heldur falla hlutirnir á grátt svæði sem virðist trúverðugara. Allur leikur var framúrskarandi en ég get ekki sagt að ég hafi heyrt um þau Federico Luppi og Tamara Shanath áður. Mæli með þessari ef þið finnið hana.

“That fucker does nothing but shit and piss all day, and he wants do live longer?“

 

Leikstjóri: Gullermo del Toro (Blade 2, Hellboy 1-2, Pan´s Labyrinth, Pacific Rim, Crimson Peak)