„They eat so fast, you don’t have time to scream.“

Ó Critters, þið dásamlegu morðóðu hnoðrar úr geimnum, where have you been all my life. Af einhverjum ástæðum sá ég aldrei þessa mynd sem unglingur. Það eru til fjórar Critters myndir en fyrstu tvær eru almennt taldar bestar. Þessi er æðislega kolklikkuð. Myndin byrjar í geimnum þar sem verurnar sleppa úr prísund geimvera og eru eltir af hausaveiðurum til jarðarinnar. Hnoðrarnir er með óstjórnlega matarlyst og stækka eftir því sem þeir borða meira. Þeir skjóta líka eitruðum örvum úr bakinu á sér og það skrítna er að þeir eru nógu gáfaðir til að fljúga geimskipi.

Þessi mynd er ekta 80´s skrímslamynd sem er bæði fyndin og spennandi. Hún er mjög kjánaleg en handritið er talsvert þétt. Helstu persónur eru lítil fjölskylda eins og í E.T. sem þarf að vinna saman til að vinna bug á skrímslunum. Myndin er ekki alveg í klassa með Gremslins en er þó miklu betri en Killer Clowns From Outer Space ef það segir ykkur eitthvað.

„Call the Army! They’re here.“

Leikstjóri: Stephen Herek (Bill & Ted’s Excellent Adventure, Rock Star)