“Beware”

Ég ákvað að horfa aftur á Crimson Peak sem liður í upphitun fyrir nýja kvikmynd Guillermo del Toro, The Shape of Water, sem er að fá frábæra dóma. Ég er almennt mikill aðdáandi del Toro. Myndirnar hans eru misjafnlega mikil snilld en allar hafa upp á eitthvað sérstakt að bjóða og hafa hans einkennandi stíl.

Þessi mynd er ekta gotnesk rómantík sem færir sig út í gotneskan hryllling. Andrúmsloftið minnir á köflum á Sleepy Hollow og jafnvel Bram Stoker’s Dracula, en svo má einnig líta til gömlu Hammer og Vincent Price myndanna. Það eru draugar hér og þar á kreiki en þetta er ekki beint draugamynd. Eins og talað er um í myndinni eru draugarnir ákveðin myndlíking fyrir fortíðina. Crimson Peak er gotnesk ástarsaga með tilheyrandi leyndardómum og hryllingi.

Myndin er útlitslega tryllt. Öll helstu sett voru smíðuð frá grunni í miklum smáatriðum. Sveitasetrið er eins og lifandi persóna í myndinni, það andar og því blæðir rauða leirnum sem það stendur á. Persónur Tom Hiddleston og Jessica Chastain eru eins og hluti af húsinu, jafn sýkt og það á sinn hátt. Nú er ég klár í The Shape of Water, bring it!

“Ghosts are real, that much I know. I’ve seen them all my life.”

 

Leikstjóri: Guillermo del Toro (Cronos, The Devil´s Backbone, Mimic, Blade 2, Hellboy 1-2, Pan´s Labyrinth, Pacific Rim)