Rocky-aðdáendur sem enn telja niður í frumsýningu Creed á Íslandi (22. jan) geta tekið því fagnandi að myndin verður forsýnd alla helgina í Sambíóunum Álfabakka kl. 22:10 og 22:55 (VIP).

Creed hefur fengið klikkaðar viðtökur. Eins og stigin standa er Creed með 93% jákvæðar einkunnir frá 120 gagnrýnendum á Rotten Tomatoes og virtir gagnrýnendur frá miðlum eins og RogerEbert.com og San Fransisco Chronicle hafa jafnvel gengið svo langt að gefa henni fullt hús stiga.

Myndin skartar Michael B. Jordan (Fruitvale Station, Fant4stic) í aðalhlutverkinu sem Adonis og að sjálfsögðu endurtekur Sylvester Stallone hlutverk sitt sem ástsælsti boxari kvikmyndasögunnar, Rocky Balboa en í stað þess að stíga í hringinn sjálfur þá gegnir hann nú hlutverki þjálfarans.

Stallone þykir algjörlega magnaður í ræmunni og hreppti Golden Globe-styttu fyrir leik sinn í myndinni. Hér má sjá hans (umdeildu?) þakkarræðu: