Margir eru mjög viðkvæmir fyrir því að sjá Batman drepa fólk, viljandi eða ekki, en ekki má gleyma því að hann á sér ansi sterka dauðatölu í bíómyndunum (þó varla í líkingu við Supermann í Man of Steel). Það er ekki alltaf auðvelt að ganga frá glæpamönnum snyrtilega…

Hér er myndband sem sýnir hver sú tala er frá árunum 1989 til 2008 (The Dark Knight Rises er ekki talin með í þessu vídeói). Ljóst er að talan hækki talsvert eftir Batman v Superman: Dawn of Justice.

Einnig fylgir með teljari á skúrkum hans. Gaman að þessu.