„Love in the dying moments of the twentieth century.“

Ekki rugla þessari frábæru mynd við vonbrigðina sem vann Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd hér um árið. Crash eftir David Cronenberg er sú Crash sem er þess virði að sjá. Þessi mynd er hugsanlega perralegasta mynd sem ég hef séð en hún er engu að síður ótrúlega áhugaverð. Myndin fjallar um fólk sem fær eitthvað kynferðislegt út úr bílslysum og öllu því tengt.

James Spader leikur enn einu sinni kynferðislega flókna persónu, hann gerði það líka í Sex Lies and Videotapes, The Secretary og auðvitað Boston Legal. Holly Hunter er stóra nafnið á móti honum en það er Elias Koteas sem er sérstaklega eftirminnilegur í þessari mynd. Hann er óbeislað dýr sem hrífur alla með sér í mjög sérstakri tegund af geðveiki. Crah inniheldue fjölmörg kynlífsatriði af öllum gerðum, bara hvað viltu? Hún er einstök upplifun. Mynd sem enginn hefði getað leikstýrt nema David Cronenberg. Ok, kannski Paul Verhoeven.

Myndir Cronenberg, upp að þeim allra nýjustu, tengjast allar líkamanum á einn eða annan hátt:

The Brood – Fjallar um konu sem eignast fullt af furðulegum afkvæmum.

Scanners – Fjallar um fólk sem ræður yfir hugarorku.

Videodrome – Fjallar um líkamlega misnotkun og geðbilun.

The Dead Zone – Fjallar um mann sem býr yfir hugarorku.

The Fly – Fjallar um mann sem breytist í flugu.

Dead Ringers – Fjallar um eineggja tvíbura sem eru kynsjúkdómalæknar og sofa hjá sömu konunum.

Naked Lunch – Fjallar um meindýraeyði sem verður háður skordýraeitri og fær ofsjónir.

eXistenZ – Fjallar um tölvuleik sem tengist beint inn í líkamann.

Spider – Fjallar um geðeikan mann.

A History of Violence – Fjallar um ofbeldi og minnisleysi.

Eastern Promises – Fjallar um mafíu og nauðgun.

A Dangerous Method – Fjallar um sálfræðinginn Freud og fl.

„The car crash is a fertilizing rather than a destructive event.“

Leikstjóri: David Cronenberg