… og hvers vegna ætti hún að gera það? Það er ekki eins og vont umtal, slakir dómar, vafasöm skilaboð og smá tryllingur á setti hafi áður stoppað framleiðendur frá því að prenta út peninga þegar tækifærið býðst.

tumblr_nnbvcplvZZ1ur7v0fo1_540Framleiðendur Universal eru víst alveg blýharðir á því að enn sé mikið til að mjólka úr bókunum sem byrjuðu upphaflega sem ‘fan fiction’ fyrir Twilight – seldust svo í kjölfarið í bílförmum og urðu að hluta til uppspretta að því af hverju baðkarsstundir hjá öðru kyninu jukust um helming. Ekki nóg með það, heldur eru þeir hjá Universal svo öruggir um að forvitnin haldi þessu áfram gangandi að þeir ætla meira að segja að skjóta aðra og þriðju myndina hvora eftir annarri á einu bretti. Þær heita Fifty Shades Darker og Fifty Shades Freed.

Leikstjóri fyrstu myndarinnar, Sam Taylor-Johnson, lenti annars vegar svo hressilega í deilum um aðlögunina við bókahöfundinn E.L. James (sem heimildir vilja meina að hafi verið hrein martröð út alla framleiðsluna), svo hún hefur ekki lengi þurft að ákveða sína stöðu. Í staðinn hafa framleiðendur núna ráðið James Foley, sem á að baki (hina mögnuðu) Glengarry Glen Ross ásamt myndum eins og Fear og Perfect Stranger. Upp á síðkastið hefur hann þó haldið sér virkari í sjónvarpsseríum, og gert þætti fyrir seríur eins og Hannibal, Wayward Pines og House of Cards. Foley mun sjá um báðar komandi framhaldsmyndirnar, sem mæta sennilega 2017 og 2019.

dakota-johnson-jamie-dornan

Vissulega snúa þau Jamie Dornan og Dakota Johnson aftur í hlutverk Anastasiu Steele og Christian Grey. Þau eru samningsbundin um að klára seríuna og sama hve illa þau þoldu hvort annað í tökum á fyrri myndinni, eins og margoft var greint frá, er ekki annað í boði en að þau finni kemistríu milli sín, fáklædd og svitnandi undir pískum, til þess að markhópurinn haldist sáttur.

Gera má fastlega ráð fyrir því að næstu myndir verði afbrigðilegri og kannski örlítið meira í stíl við „vægðaleysi“ bókanna eftir að fyrsta bíómyndin var harðlega gagnrýnd af aðdáendum og þar að auki sjálfum höfundinum fyrir að vera óvenju töm m.v. umtalið.

 

Ekki er vitað enn hvort Gaspar Noé hafi vakið einhvern innblástur hjá framleiðendum um að skjóta þessar næstu tvær í þrívídd…