„…ain’t nothin’ gonna get in their way!“

Þessi mynd eftir snillinginn Sam Peckinpah fjallar um hóp af vörubílstjórum sem mótmæla handtöku félaga síns með því að setja saman risavaxna bílalest (convoy) og ögra þannig lögreglunni. Í fyrstu hélt ég að myndin yrði eitthvað í takt við Smokey and the Bandit en hún er alvörugefnari en það. Söguþráðurinn er hinsvegar ofureinfaldur og stundum líða margar mínútur án þess að eitthvað gerist. Samt sem áður er þetta skemmtileg mynd og áhugaverð að mörgu leiti. Kris Kristofferson er rosalegur töffari og öflugur leiðtogi bílstjóranna. Það er talsvert af skemmtilegum atriðum á veginum eins og þegar tveir vörubílar kremja löggubíl á milli sín. Lokasenan er svo alveg mögnuð.

Mér finnst ferill Peckinpah vera heillandi. The Wild Bunch er hans frægasta mynd en hann hefur gert margar góðar sem flestir þekkja ekki. Eins sú besta er t.d. Ride the High Country sem er magnaður vestri. Eins The Ballad of Cable Hogue. Pat Garret and Billy The Kid var líka fín. The Getaway var skemmtileg og líka mjög vinsæl, enda með Steve McQueen. Ég á enn eftir að sjá Cross of Iron, Junior Bonner og The Killer Elite. Reyni að bæta úr því.

„My name is Bob Bookman, sir, and I hate truckers.“

Leikstjóri: Sam Peckinpah (The Wild Bunch, Straw Dogs, Bring Me the Head of Alfredo Garcia)