“If you want it all, you have to fight for it.”

Notorious er heimildarmynd um MMA bardagakappann og súperstjörnuna Conor McGregor. Saga McGregor er ótrúleg Rocky saga, frá því að vera bláfátækur í það að verða milljónamæringur, tvöfaldur UFC meistari og að lokum deila hringnum með Floyd Mayweather.

Myndin fylgir McGregor frá upphafi til dagsins í dag og áhorfandinn fær að kynnast manninum nokkuð náið. Fyrir þá sem þekkja kappann lítið er þessi mynd mjög góð kynning og á sama tíma frábær skemmtun. Fyrir MMA aðdáendur er í raun ekkert nýtt hér á ferð. Mér fannst ég vera búinn að sjá þetta allt áður, bara í enn meiri smáatriðum. Saga McGregor er enn í smíðum en þeir sem vilja vita um hvað allt fárið snýst ættu að kíkja á þessa.

“My success isn´t a result of arrogance, it´s a resault of belief.”

Leikstjóri: Gavin Fitzgerald