Arnold Schwarzenegger hefur ekki enn gefist upp á því að flytja stríðsmanninn Conan aftur upp á hvíta tjaldið (og hann – eins og alflestir – lætur eins og 2011-“endurgerðin“ hafi aldrei orðið að veruleika).

Í áraraðir hefur hann sýnt áhuga á The Legend of Conan en lítið hefur borist af fregnum um hvernig þróunin stendur í þeim málum, sérstaklega eftir að myndir eins og The Last Stand, Sabotage og Terminator: Genisys stóðu sig ekki í aðsókn, vekjandi upp þá spurningu um hversu sterkur aðdragandi „Ahuuld“ þykir enn vera í dag.

KingConan1

Hins vegar átti kappinn gott spjall við TheArnoldFans.com þar sem hann hughreysti þá um að The Legend of Conan væri enn í bígerð… undir nýju heiti, Conan the Conqueror.

Best að lesa kvótið hans sjálft um myndina á frummálinu, og vitanlega með kómískri Schwarzenegger-rödd:

„Conan the Conqueror, where I’m sitting on the throne for years and years – decades… and then all of the sudden, the time comes when they want to overthrow me. So that story WILL be told and that movie WILL be done. Yes, as a matter of fact, it (the movie) has been written and we are now looking for directors so this is a serious drive (now for Conan).“

Semsagt, handritið er tilbúið, aðalleikarinn meira en til í þetta og hefst þá leitin að leikstjóra sem getur gert! arfleið Conans góð skil. Handritið skrifast á Will Beal (Gangster Squad, Castle) og Andreu Berloff (World Trade Center, Straight Outta Compton).

Eftir alla biðina þætti aðdáendum leitt að fá eitthvað í líkingu við endurgerðina eða jafnvel Conan the Destroyer (’84). Í hjarta okkar flestra er aðeins til ein Conan mynd.

…í bili!