„The Darkest Side of Magic. The Strongest Side of Man.“

Fyrsta Conan myndin var talsvert alvarleg og epísk, framhaldið er hinsvegar allt öðruvísi. Conan the Destroyer er sjálfstætt framhald af Conan the Barbarian. Myndin kom út tveimur árum eftir þá fyrstu, sama ár og The Terminator. Myndin er léttari og villtari en Barbarian og drullu skemmtileg. Ef fyrsta myndin er Raiders of the Lost Arc þá er þessi The Temple of Doom.

Í myndinni fær Conan það verkefni að fara með unga princessu í hættulega ferð í leit að dularfullum lykli sem er í vörslu hættulegs galdramanns. Á leiðinni lendir hann í allskonar ævintýrum og sjálf Grace Jones bætist í för! Við erum með skrímsli, töfra, blóðuga bardaga með stórum og grófum vopnum og meira að segja óvæntum húmor eins og þegar Jones, stríðskonan mikla, fær flogakast af því að hún er svo hrædd við rottu. Arnold nýtir hvert tækifæri til að sýna glansandi vöðva í hinum ýmsu stellingum. Conan The Destroyer er eðal 80´s ævintýri sem er þessi virði að rifja upp.

„I suppose nothing hurts you“…“Only pain.“

Leikstjóri: Richard Fleischer (Tora! Tora! Tora!, Red Sonja)