„Slave. Barbarian. Warrior. Thief… Conan.“

Ég horfði á þessa aftur og með commentary Arnold Schwarzenegger og leikstjóranum John Milius. Mæli með þessu commentary, þeir eru duglegir að rifja upp hvernig myndin var gerð og koma með skemmtilegar athugasemdir. Þessi mynd hefur elst mjög vel. Sérstaklega eftir að hafa séð endurgerðina með Jason Momoa kemur betur og betur í ljós hversu góð þessi mynd er.

Þetta hlutverk er fullkomið fyrir Arnold, líkt og The Terminator, fyrst og fremst af því að hann þarf mjög lítið að tala. Þetta er epísk fantasía og ævintýri en ekki bara hasarmynd eins og endurgerðin. Forsaga Conan er sögð af virðingu eins og inngangurinn í Fellowship of the Ring. Líkt og Conan þráir maður að hinn illi Thulsa Doom, leikinn af hinum magnaða James Earl Jones, verði drepinn á hrottafenginn hátt. Í grunninn er þetta mjög einföld hefndarsaga. Það sem gerir hana sérstaka er frábær myndataka, leikstjórn og frásögn…og Arnold er með stóra vöðva.

„Crom, I have never prayed to you before. I have no tongue for it. No one, not even you, will remember if we were good men or bad. Why we fought, or why we died. All that matters is that two stood against many. That’s what’s important! Valor pleases you, Crom… so grant me one request. Grant me revenge! And if you do not listen, then to HELL with you!“

Stjörnur: 4 af 5

Leikstjóri: John Milius (Farewell to the King)