MV5BMTk3NDM0MTkxMV5BMl5BanBnXkFtZTgwOTQ5MTQxNTE@._V1_SX214_AL_Vídeódreifingum á íslenskum kvikmyndum hefur farið aldeilis fækkandi síðustu ár og rata þær alflestar á VOD-ið núorðið, og sumar ekki einu sinni svo heppnar. Í aðeins einstökum tilfellum hafa verið gefnar út stærri myndir en ennþá daginn í dag hafa aðeins þrjár kvikmyndir verið opinberlega gefnar út á Blu-Ray (Svartur á leik, Hross í oss og Málmhaus). Bitnar þetta auðvitað mikið á eigugildinu og ekki síður aukaefninu, eða skorti á slíku.

En helstu aðstandendur kvikmyndarinnar Webcam hafa ekki látið þetta stoppa sig og hafa sjálfir gefið út tvær „commentary“ rásir sem aðdáendur eru hvattir til að spila yfir myndinni – ef ekki bara sem podcast.
Önnur rásanna einblínir á tæknilegri hliðar myndarinnar og fara þar leikstjórinn Sigurður Anton, framleiðandinn Magnús Thoroddsen Ívarsson og kvikmyndatökumaðurinn Aron Bragi á kostum. Seinni rásin er leikara-yfirlestur og heyrist þar í leikkonunum Önnu Hafþórs, Telmu Huld og Sigurði Antoni aftur.

Webcam var í kvikmyndahúsum s.l. sumar og fjallar um unga stúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð camgirl og hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu.

 

Technical Commentary (Aron, Maggi & Toni) by Stofa224 on Mixcloud

 

Leikara Commentary (Anna, Telma & Toni) by Stofa224 on Mixcloud