Sama hvort þú hafir orðið fyrir vonbrigðum með Everest, fannst hún „bara fín“ eða tryllt geðveik (undirritaður getur lítið kvartað), getur enginn neitað því að Baltasar Kormákur hefur symbólískt komið sínu flaggi upp á velgengnistindinn vestanhafs á fordæmilausu kalíberi miðað við íslenskan leikstjóra.

Fyrstu erlendu verkefnin hans, A Little Trip to Heaven og Inhale, náðu ekki neinu flugi en eftir vinsældirnar sem Contraband hlaut hefur Balti verið töluvert sýnilegri, ekki bara í bransanum og samhliða þekktum stjörnum, heldur í aukaefninu á myndum hans. Commentary’in hans hafa verið sérstaklega fræðandi, og skemmtileg, ekki bara til þess að heyra enskuna talaða með þessum þykka íslenska hreim (þó hann eða enginn mun nokkurn tímann slá Magga Scheving út), heldur því hann er svo hress og opinn með allt mögulegt. Gleyma skal heldur ekki enska ávana hans að nota „þú‘st“, þið vitið.
Þekkjum þetta öll.

image010

Everest kom núna út fyrir stuttu á Blu-Ray, blessunarlega þrívíddarlaus þar að auki (sem þýðir að senurnar í dagsbirtu líta ekki út eins og kvöldsenur). Útlitslega er myndin ótrúlega flott, á tæknilegum levelum og leik þó karakterdýpt sé í rauninni aukaatriði. Transferið á disknum er gott en aukaefnisfíkillinn í mér tók því almest fagnandi að leikstjórinn er aftur sestur við mækinn með yfirlestur – og í fyrsta skiptið sóló. Það er ávísun á tvo góða tíma af athyglisverðum fræðslumolum og bjöguðum framburðum á ýmsum frösum.

 

Hér eru skrautlegar upplýsingar eða molar sem stóðu upp úr Everest commentary-inu, en vert er að taka það fram að það fylgir ekki með standard DVD útgáfu myndarinnar.Baltasar nefnir hversu mikilvægt það hafi verið að hafa aðgang að þeim fjölmörgu bókum sem voru skrifaðar um þennan Everest-leiðangur sem myndin snýst um, en eitt dýrmætasta tólið sem aðstandendur höfðu voru hljóðupptökur. Þeim var útvegað af Helen Wilton (sem Emily Watson leikur í myndinni). Þessar upptökur vorum mjög gagnlegar enda segir Balti að frásagnir og upprifjanir á atburðum voru ekki alltaf í samræmi í bókunum sem voru gefnar út.

 

Upphaflega stóð til að kynna ýmsa karaktera betur í heimaumhverfum sínum, sýna fjölskyldur þeirra og þess háttar en Balta fannst það vera of mikið „exposition“ og taldi það betri kostinn að stökkva beint í atburðarásina þegar allir eru að leggja í ferðalagið frá flugvellinum í Kathmandu, eins og við sjáum í byrjun.

 

Það var mikilvægt fyrir leikstjórann að áhorfandinn kynnist persónunum á sama tíma og persónurnar (þær sem ekki þekktust fyrir) kynnast hvor annarri.

 

(í tengslum við kollvikin á manninum sem leikur John Krakhauer – orðrétt kvótað) „Some people were a bit worried about Michael Kellys hairline. It‘s a bit higher than Krakauers was. But that doesn‘t matter. Characters are not defined by hairlines where I come from.“

 

Þyrluflugmanninum sem bregður fyrir í byrjuninni er sami flugmaður og hætti lífi sínu í raunasögunni til þess að sækja Beck Weathers (Josh Brolin). Baltasar bar svo mikla virðingu fyrir honum að hann varð að gefa honum smá cameo.

 

kimn

Þegar gengið var yfir þessa brú voru leikararnir allir með hnút í maganum vegna hæðarinnar, og líka jakuxanna sem voru dregnir þarna með. Einn jakuxinn tjúllaðist eitthvað pínu og byrjaði að ýta á nokkra leikarana.

 

Balti lét ekkert continuity með víxlandi veðurfar trufla sig. Í sömu senunni getur skínandi verið brakandi sól eina stundina og síðan er allt í einu snjóandi, eða öfugt. „It‘s like that in real life. One minute it snows, then the next minute the sun comes up and it melts away the snow“. Segir sig sjálft en Íslendingar þekkja þetta vel.

 

Senan þar sem hópurinn kemur að minnismerkjunum – helguðum þeim sem létust við það að klífa fjallið – bregður fyrir cirka korter inn í myndina, og það var eins ofarlega og tryggingarfélögin leyfðu tökuliðinu að skjóta á við Everest fjallið, af öryggisástæðum. „At this point, the crew started to get real sick.“
Afgangurinn á myndinni var tekinn upp við önnur fjöll í Nepal, á settum eða við landamæri Ítalíu og Austurríkis.

 

Balti gefur yfirmanni tæknibrelludeildar sinnar, Daða Einarssyni, gott „shout out“. Daði vann áður fyrir Alfonso Cuarón við Children of Men og Gravity, svo eitthvað sé nefnt.

 

Sonur Baltasars, Stormur, leikur son Josh Brolin og Robin Wright í myndinni. Nefnir leikstjórinn líka að stúlkan sem leikur dóttur þeirra, Mia Goth, var í Lars von Trier-myndinni Nymphomaniac. „I think she‘s dating Shia LaBeouf or something,“ segir hann.

 

Josh Brolin, að sögn Balta, er mjög lofthræddur í raun.

everest (1)

 

Baltasar segist hafa verið heppinn með valið á Ingvari E, sökum þess hvað hann er bæði „rússalegur“ í útliti og hversu líkur hann er Anatoli Bukreev. Tækifæri er nýtt til þess að skjóta smá Jar City plöggi þarna inn.
Af hverju ekki?

 

Anatoli spilaði á gítar í tjöldunum milli klifra, en Balti segir að Ingvar hafi verið mun sterkari á harmónikku svo hann ákvað að breyta því.

 

Það kom nokkrum sinnum fyrir að snjóflóð byrjuðu að eyðileggja settin.

 

Baltasar lagði mikið upp úr því að sýna hve smátt mannfólkið er í samanburði við fjallið, sérstaklega í stórum víðskotum þegar leiðangurinn nálgast toppinn. „It‘s man vs. nature… They‘re like ants, you see“.

mhjl

(Um fjallið) „Everest is a bit like a femme fatale to me, y‘know. It seduces you to come closer and closer and closer. You feel it and you‘re aware of it‘s might and power and how tempting it is. The closer you get to the top the more you start to see how beautiful the mountain is and its glory. But that this point, you are also at it‘s mercy. This is the death zone. From this place and on, your body is basically dying.“

 

Einn sjerpinn sem fylgir þeim á toppinn í myndinni hafði þrisvar sinnum áður klifið Everest í raun. „He‘s the real deal!“ segir Balti.

Hann biðst forláts yfir því að vera ekki duglegur að muna nöfn á fólki sem vann við myndina.

 

Öll talstöðvasamtölin á milli Helen og Robs Hall (þegar hann var staddur við toppinn – á svokölluðu Hillary-þrepunum) voru endursköpuð með eins mikilli nákvæmni og hægt var. Þetta eru upptökurnar sem leikstjórinn hlustaði á.

 

(Aukaatriði – en nákvæmlega á klukkutímamarkinu á heildarlengdinni sést Ingvar E. fagna því að vera fyrstur stiginn á fjallstindinn).

 

Á klukkutímamarkinu segir Balti „y‘know“ óvenjulega oft.

 

everest

Jake Gyllenhaal átti hugmyndina á því að snerta broddinn á fjallstindinum.

 

Balti kemur aðeins inn á umdeilda orðspor Anatolis og hvernig Krakauer gagnrýndi hann í bókinni fyrir að aðstoða ekki aðra í hópnum. Myndin hintar eitthvað að þessu en gefur upp heldur hlutlaust mat af Toli, og það var meðvituð ákvörðun.

 

(varðandi það að skjóta óveðurssenurnar úti í náttúrunni, en ekki á sviði) „Imagine shooting those scenes, it‘s all done in the elements. For me it was very important to shoot in the elements, because the elements give the actors some kind of reality.“

 

Uppáhalds skotið hans í myndinni var 360-gráðu skotið við toppinn þegar stormurinn nálgast.

Þetta skot:

everest-storm

 

Margir gagnrýndu myndina fyrir það að oft sæist ekki á fjallinu hver væri hver og hvar þegar óveðrið skellur á. Balti svarar þessari gagnrýni í góðri langloku:

(Í tengslum við jafnvægið að endurskapa alvöru storm og gefa leikurum þægilegt svigrúm til þess að leika)

„This is a real difficult balance, creating the reality in air and at the same time, y‘know, following whos who and follow the story. In some ways, like in war movies like Black Hawk Down, you can‘t be too bothered with it, because you have to let that reality play out. If not then it‘s not worth anything anyhow.“

295D615D00000578-3111798-image-m-16_1433469032186

„And yes, people will be having problems with following who‘s who, but that was also the situation on the mountain. People were lost on the mountain.“

Það var mikilvæg ákvörðun hjá Balta að fanga rétta kaosið í ástandinu.

 

Hljóðmeistari myndarinnar, Glenn Freemantle, tapaði gegn Balta í borðtennis.

 

„For me it‘s all about the relationships between these people to feel real… I didn‘t want to have epiphanys and breakdowns, I didn‘t want to create characters that only live in movies or on paper. I want to create people that are real, that makes mistakes and y‘know. I didn‘t want to sanitize them, but I wanted to humanize them, if that makes sense.“

everest

Balti ræðir um hvernig hann leikstýrði senunum með Keiru Knightley. Hún er í litlu hlutverki en hún á eitt dramatískasta atriðið í myndinni. „It doesn‘t need any sugar added to it,“ segir hann, talandi um hversu sterkt hennar stóra atriði er í einfaldleika sínum og hve ónauðsynlegt það var að ganga of langt með melódramað.

 

Leikstjórinn nefnir samtal sem hann átti við Beck Weathers við frumsýningu myndarinnar í Hollywood. „He said so many nice things about the movie, which made me very happy. It‘s tricky to put someone‘s life on the screen.“

Eftir Djúpið ætti maðurinn alveg að þekkja það.

download

Sagan er svo flókin og erfið að sögn Balta að hann vildi hafa snyrtilegan endi og virðingafullan í senn. Hann sá litla þörf fyrir því að binda enda á öll „sub-plottin“ og karaktera, annað efni sem sumir gagnrýnendur kvörtuðu undan.

 

Balti hafði tekið upp fullt af efni en ákvað að klippa það út því að hans mati er sagan búin þegar Jason Clarke er horfinn af skjánum.

 

 

„You‘know“ teljari (grínlaust):

541


 

SAMANTEKT:

Balti er mjög duglegur að leiða okkur í gegnum þau atriði sem eru staðfest og sönn og hvaða kaflar það eru sem eru sérstaklega dramatíseraðir, eða skildir eftir opnir og hvaða eyður þurfti að fylla í. Sömuleiðis er hann skýr á hvaða mótífum og áhrifum hann sækist eftir með myndinni.

Gott commentary. Það vöknuðu óneitanlega upp nokkrar spurningar hjá undirrituðum um hvað hefði í gerst, í absúrd annarri vídd, ef Balti hefði þegið Fast & Furious 7 boðinu frá Universal. Maðurinn virðist hafa góð tök á leikurum sínum og ávinnur hann sér alveg rétt að kalla sig býsna stoltan af niðurstöðunni, en það gerir hann líka með lokaorðum sínum á yfirlestrinum.