“You can’t trust anyone but family.”

It Comes at Night er einn mest misvísandi titill sem ég man eftir. Til að útskýra hvað ég meina þarf ég að fara út í lítinn spoiler – Það kemur ekkert um nóttina, eða um daginn ef út í það er farið. Ekkert skrímsli og enginn draugur eða vera af neinu tagi. Þetta atriði hefur mikil áhrif á upplifun áhorfandans þar sem búið er að stýra væntingum í ákveðna átt og uppskeran er óneitanlega vonbrigði.

Með þetta í huga þá er myndin sem slík bara nokkuð góð. Hún gerist í heimi þar sem einhver sjúkdómur virðist herja á mannkynið svo eina leiðin til að lifa af er að einangra sig algjörlega. Það er hitt og þetta gefið í skyn en myndin útskýrir voða lítið og svarar ekki nema hluta af þeim spurningum sem upp koma í hugann, sennilega viljandi. Þetta er rosalega harður heimur þar sem traust skiptir öllu máli og fólk þarf að gera erfiða hluti til að vernda sína ástvini. Fólk mun eflaust hafa mjög skiptar skoðanir um þessa.

“If you’re lying to me, I will kill you. No doubt about it.”

 

Leikstjóri: Trey Edward Shults (Krisha)