“All she could do was save the world.”

Colossal er skemmtilega öðruvísi mynd. Myndin fjallar um konu (Anne Hathaway) sem er í svolítilli tilvistarkreppu. Hún er búin að vera lengi atvinnulaus og er hálf ráðvillt þegar hún hittir gamlan skólafélaga (Jason Sudeikis) sem svo bíður henni vinnu á bar. Á sama tíma er skrímsli á stærð við Godzilla að ráðast á Seoul í S-Kóreu. Hvernig gætu þessir atburðir mögulega tengst?

Þetta er dramatísk mynd um tilfinningar og sambönd en á sama tíma kaiju skrímsli og eyðileggingu stórborgar, svolítið eins og Young Adult mætir Cloverfield. Þetta er áhugaverð mynd sem er alveg þess virði að kíkja á.

“Hi. She’s the monster, I’m the robot.”

Leikstjóri: Nacho Vigalondo (Timecrimes)