„It is everything you’ve dreamed of. It is nothing you expect.“

Þá er það blast from the past frá meistara Ron Howard. Ég á mjög góðar minningar um þessa mynd en því miður hefur hún ekki elst allt of vel. Það eru hinsvegar raunverulegir kvikmyndatöfrar hér á ferð sem eru þess virði að enduruppgvöta. Myndin fjallar um fólk á elliheimili sem kemst í snertingu við geimverur og öðlast aukinn lífskraft. Tónlistin er alveg hræðilega 80´s og nærvera Steve Guttenberg er ekki beint til að bæta á stjörnugjöfina. Gamla fólkið leikur hinsvegar mjög vel og Brian Dennehy kemur sterkur inn. Mér fannst gaman að sjá þessa aftur upp á nostalgíuna en það er í raun eina gilda ástæðan til að sjá þessa mynd.

„If this is foreplay I’m a dead man!“

Leikstjóri: Ron Howard (Splash, Willow, Backdraft, Ranson, Cinderella Man, Apollo 13, A Beautiful Mind, Frost/Nixon)