“The future unleashed every thing.”

Þetta er þriðja myndin í einni furðulegustu kvikmyndaseríu allra tíma. Fyrstu tvær myndirnar komu skemmtilega á óvart og voru báðar frábærar á mjög ólíkan hátt. Þessi er fyrsta myndin í seríunni sem reynir að útskýra hvað er í gangi en á margan hátt flækir hún þennan heim bara enn meira. Það er mikið af Twilight Zone hlutum í gangi í þessari mynd sem virka misjafnlega vel. Ég er mjög hrifinn af spennumyndum í geimnum eins og Alien og Event Horizon og þessi mynd reynir sitt besta að gera eitthvað svipað en tekst það ekki alveg. Mér fannst myndin stoppa í hvert sinn sem sýnt var frá Jörðinni en hafði yfirleitt gaman af brjáluðum atvikum í geimnum eins og þetta með hendina. Ég sé ekki eftir að hafa séð þessa mynd en finnst að hún hefði átt að vera betur gerð, kannski vantaði auka hálftíma til að skýra þessa hluti aðeins betur.

“Logic doesn’t apply to any of this.”

Leikstjóri: Julius Onah