Allt sem við elskum yfirleitt við hina ómetanlegu Coen-bræður – þegar þeir eru upp á sitt flippaðasta – er meira eða minna að finna í sýnishorninu fyrir Hail, Caesar, nýjustu mynd þeirra sem væntanleg er í febrúar á næsta ári.

„Offbeat“ húmor, mannrán, peningar, ruglaðir karakterar, períóda, farsi og stórt hlass af leikurum. Í því hlassi eru m.a. George Clooney, Josh Brolin, Scarlett Johansson, Frances McDormand, Jonah Hill, Channing Tatum og Tilda Swinton.

Já, takk!