„The motion picture the world has been waiting for!“

Cleopatra en sannkölluð epík. Myndin er heilir fjórir tímar að lengd, en er engin kvöð að horfa á. Atburðarrásin er talsvert hröð og sjónarspilið er svo ótrúlegt að það er erfitt að slíta augun frá skjánum. Það eru þúsundir aukaleikara og sviðsmyndirnar eru með því flottara sem sést hefur, fyrr eða síðar. Myndin er ein dýrasta mynd allra tíma, ef tekið er tillit til verðbólgu.

Elizabeth Taylor er tignarleg og sannfærandi sem ein magnaðasta kona sögunnar. Rex Harrison leikur Julius Ceasar, en stærsta hlutverkið, auk Taylor, er í höndum Richard Burton sem leikur Marc Antony. Allir áhugamenn um kvikmyndir verða hreinlega að sjá þessa.

 

Fróðleiksmolar:

  • Taylor var fyrsta leikkonan til að þéna meira en milljón dollara fyrir kvikmynd, hún fékk 7 milljónir fyrir þessa mynd.
  • Reynt var að fá Marlon Brando í hlutverk Marc Antony.
  • Joan Collins átti að upphaflega að leika aðalhlutverkið.
  • 65 búningar voru búnir til fyrir Elizabeth Taylor.
  • Samtals voru 26.000 búningar gerðir fyrir myndina.
  • Við tökur myndarinnar hófu Burton og Taylor ástarsamband.
  • David Fincher ætlaði á tímabili að endurgera þessa mynd með Angelinu Jolie.


„My breasts are full of love and life. My hips are round and well apart. Such women, they say, have sons.“

 

Leikstjórar: Joseph L. Mankiewicz, Rouben Mamoulian og Darryl F. Zanuck