„Where shopping can cost you an arm and a leg.“

Chopping Mall er fáranlega skemmtileg (og svolítið cult) 80’s hryllingsmynd sem gælir við vísindaskáldskap. Myndin fjallar um verslunarmiðstöð þar sem nýtt er nýjasta tækni í öryggisbúnaði: vélmenni með geislabyssur, rafmagnsvopn og fleira. Þetta er ein af þessum fyndnu og kjánalegu myndum sem reyna ekki einu sinni að vera alvarlegar. Um leið og vélmennnin eru sett í gang virðast þau vera EVIL og reyna kerfisbundið að drepa alla sem þau finna. Myndin inniheldur skemmtilega dauðdaga eins og hausa sem springa eftir geislabyssuskot og gaura sem grillast eftir raflost. Horror hundar, tékkið á þessari.

„Absolutely nothing can go wrong.“

Leikstjóri: Jim Wynorski (Fire From Below)