Trainspotting er enn í dag á meðal bestu mynda (ef ekki sú besta) frá leikstjóranum Danny Boyle og stóð lengi á teikniborðinu að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að gera framhald. Eftir cirka nokkra mánuði mæta allir kunnuglegu krakterarnir aftur á skjáinn, tuttugu árum eldri og mikið breyst útlitslega en kannski ekki svo mikið að innanverðu.

Renton (McGregor), Sick Boy (Miller), Spud (Bremner) og klikkhausinn Begbie (Carlyle) sýnast allir hressir í Trainspotting 2 stiklunni (og já, myndin var greinilega ekkert að djóka með það að halda þessum ‘T2″ stimpli) og Boyle virðist lofa því að þessi verði alveg jafnmikil rússíbanareið og sú fyrri var.

Kíkið á.

T2 Trainspotting kemur í bíó í lok janúar.