Ef þú vilt sjá Deadpool sem aðalgestinn í Saturday Night Live (og þá er átt við karakterinn en ekki Ryan Reynolds sem leikur hann) þá er þessi undirskriftarlisti fyrir þig, en þegar þetta er skrifað höfðu 32,053 manns skrifað undir.

Aðdáandi að nafni Andrew Stege byrjaði undirskriftalistann á Change.org og gaman væri að sjá hvernig hinn kjaftfori málaliði myndi höndla að vera aðalgestur þáttarins. Það verður áhugavert hversu oft hann mun geta brotið fjórða vegginn, en hann er einmitt mjög góður í því.

Hann þyrfti samt að halda aftur að sér þegar að kemur fúkyrðunum og ofbeldinu þar sem Saturday Night Live er sýnt á besta tíma á laugardögum á sjónvarpstöðinni NBC.

Það er samt ekki víst að nokkuð verði úr þessu ef þeir sem listinn er stílaður á vilja ekki eða geta ekki gert neitt í málinu.