Já dömur mínar og herra, myndin sem þið öll hafið beðið eftir fer senn að koma. Loksins hefur einhver ekki bara sameinað Charlie Sheen og Whoopi Goldberg heldur líka í mynd um ekkert annað og minna en árásina á tvíburaturnana. Hvern hefur ekki dreymt um að sjá Charlie Sheen horfast í augu við dauðann á 11. september? Hver hefur ekki viljað sjá þessi tvö stórstirni berjast um hvort á óskarinn meira skilið? Hver hefur enn ekki fengið nóg af tilfinningaklámi og hetjurúnki tengdu árásinni ógurlegu á World Trade Center?

Draumurinn hefur ræst. En þó ekki alveg strax þar sem myndin er ekki frumsýnd fyrr en í september. Örvæntið þó ekki því stiklan er komin! Berjið hana augum!

En svona í alvöru talað. Voddðefokk? Er þetta ekki brandari? Hvað er Luis Guzman að gera þarna? Hver bað um þetta?

Ég ætla að giska á að þessi mynd hafi verið greenlightuð daginn sem Trump varð Bandaríkjaforseti. Eða öllu heldur, nokkrir markaðsfræðingar í Hollywood settust niður og hugsuðu að núna væri tímabært að gera aðra 9/11 mynd en tókst svo ekki að fá stærri leikara en þessa til að taka þátt í þessu….hvað sem þetta er.

Ætli Charlie hafi fengið greitt í tígrisdýrablóði?