Ef þið hafið eytt fáránlega miklum (en skemmtilegum) tíma í að horfa á myndbönd með Jennifer Lawrence, líkt og ég, þá ættuð þið að vita hvað hún getur misst margt ótrúlegt upp úr sér. Hvað með allt sem við fáum ekki að sjá og heyra? Eins og á bakvið myndavélina, í hléum, meðal vina eða á bakvið baðherbergishurðina?

Hér má sjá örlítið brot af því sem fram fór í viðtali við J-Law og Josh Hutcherson ásamt Freudískum bút með Lenny Kravitz og Elizabeth Banks. Óhætt að segja að hér er um einstaka hegðun Hollywood-leikkonu og hinna.