„His only chance was to be one of them.“

Það er fátt sem gleður mig meira en góðar fangelsismyndir. Shot Caller kom sterk inn á þessu ári, árið 2008 var það franska myndin A Prophet sem vakti athygli en árið 2009 var það Cell 211 sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þessi spænska mynd fjallar um ungan fangavörð, leikinn af Alberto Ammann, sem lendir í miðju uppþoti fyrsta daginn í vinnunni. Hann lokast inni með föngunum og þykist vera einn af þeim til að lifa af. Foringi fanganna er einn rosalegasti harðjaxl sem festur hefur verið á filmu, kallaður Malamadre, leikinn af Luis Tosar. Mikil spenna byggist upp og það er vonlaust að spá fyrir um hvað gerist næst. Þessi var æði!

„Never trust any of them.“

Leikstjóri: Daniel Monzón