„Even in war… murder is murder.“

Vietnam kvikmynd Brian De Palma byggist á sannri sögu. Michael J. Fox fer í raun með aðalhlutverkið sem heiðarlegur fótgönguliði. Það er svolítið skrítið að sjá Fox í dramatísku hlutverki, þetta var hans fyrsta á ferlinum. Hann er reyndar mjög góður og mjög trúðverðugur sem hermaður með sterka siðferðiskennd. Sean Penn er hinsvegar í kunnuglegu hlutverki sem harður leiðtogi og harðjaxl. John C. Reilly svo á svæðinu í sinni fyrstu mynd á ferlinum.

Sagan fjallar um hermenn sem ræna víetnamskri stelpu, taka hana með í leiðangur og nauðga henni ítrekað. Efnið er því ekki auðvelt að horfa á en skapar mjög dramatískt andrúmsloft og margar flottar senur. De Palma er mikill meistari og tæknilega er allt mjög vel útfært. Þó svo að það sé erfitt að negla niður hvað það sé þá er eitthvað sem heldur þessari mynd frá því að vera framúrskarandi. Kannski er efnið bara of erfitt viðureignar. Mjög flott mynd samt.

„What happened is the way things are. So why try to buck the system?“

Leikstjóri: Brian De Palma (Carrie, Blow Out, Scarface, The Untouchables, Carlito´s Way, Femme Fatale)