„Now, he had only one weapon left – Murder!…To prevent an even more shocking crime!“

Það hafa sennilega flestir séð útgáfu Martin Scorsese af Cape Fear frá 1991. Mig hafði alltaf langað sjá upphaflegu myndina og sá ekki eftir að hafa gert það. Í rauninni má segja að það hafi ekki verið nein ástæða til að endurgera þessa mynd. Jú, Robert De Niro var mjög góður sem Max Cady en Robert Mitchum er ekki síðri. Hann er stór maður og getur verið mjög ógnandi. Eðlilega er nýrri útgáfan með grófara ofbeldi og það er prjónað við söguna eins og samband Cady við dóttur lögmannsins sem er leikinn af sjálfum Gregory Peck í þessari útgáfu. Peck og Mitchum eru nokkuð svipaðar týpur en þeir eru báðir áhrifamiklir leikarar og sjá til þess að halda athygli áhorfandans allan tímann.

„You’re gonna live a long life… in a cage!“

Leikstjóri: J. Lee Thompson (The Guns of Navarone, Conquest of the Planet of the Apes, Battle for the Planet of the Apes)