John Boyega (Star Wars, Attack The Block) mun fara með aðalhlutverkið í Pacific Rim 2, og mun framleiðslufyrirtækið hans UpperRoom Productions vera einn af framleiðendum myndarinnar ásamt Legendary Pictures.

Samkvæmt Deadline.com þá mun hann leika son Stacker Pentecost (Idris Elba) úr fyrstu myndinni. En Steven DeKnight mun leikstýra myndinni og hefur Guillermo Del Toro lagt blessun sína yfir Boyega.

Ekki er mikið vitað um söguþráð Pacific Rim 2, og hvort hún verði framhald af þeirri fyrri eða hvort hún muni gerast á undan henni. Ekki er búið að segja hvenær hún muni einu sinni koma í bíó, en vonandi mun ekki vera of langt í það.