Disney myndir eru ekki eins saklausar og barnvænar og margur heldur þar sem oft leynast leynileg skilaboð eða dónamyndir sem komist hafa alla leið á filmuna áhorfendum til mikilla gleði og glundroða. Hér eru nokkur dæmi sem við á vefnum höfum fundið í gegnum tíðina og eru of merkileg til að halda leyndu fyrir lesendum.

Byrjum á frægasta og umdeildu dæmi sem aðdáendur Lion King geta engan veginn verið sammála um en það er hið góða SEX vs SFX. Í atriðinu þegar Simbi hendir sér á jörðina flögra upp frjókorn og mynda stafi í örfá sekúndu brot. Teiknararnir á bakvið þetta segjast hafa sett stafina SFX sem undirskrift þeirra og stendur fyrir „Special Effects“. Hverjir aðrir eru að sjá E en ekki F þarna?

lion-king-sex

Fullorðins brandari í barnamynd er ekki eitthvað sem er bannað en margir spyrja sig hvort þetta veki upp spurningar hjá sumum krökkum. Við hljótum öll að vera sammála að þetta er á afar gráu svæði.

Mynd segir meira en 1000 orð…..

herccock-501x360

Prestar geta verið dónakallar eins og Spotlight og fleiri myndir hafa kennt okkur en við höfðum ekki hugmynd að árið 1989 var Disney með puttann á púlsinum. Vinstri myndin er tekin af VHS spólu en þessi til hægri er af bryttri DVD útgáfu.

little-mermaid-boner

Eiginkona Roger Rabbit er í hugum margra fullkomin teikning af kvenlíkamanum og hvernig hann ætti að vera. Samkvæmt teiknurunum á bakvið hana ættu konur ekki að klæðast nærbuxum.

jess

Við heimildarleit fyrir þessa grein kom upp glænýtt en um leið ótrúlegt dæmi úr Aladdin sem komst alla leið á filmuna og þar af leiðandi á hvíta tjaldið.

Hvernig mynd af berbrjósta konu komst í myndina The Rescuers vitum við ekki og sama segja stóru stjórarnir hjá Disney. Ekki er vitað að svo stöddu hvort myndin sjáist á dvd útgáfum myndarinnar en hún lifir enn á VHS spólunum.

JK1JP8D4UGCJN351-v1-fram810x414x810x414xxxx0

Pixar er ekki alsaklaust eins og sést á gif myndinni hér að neðan þar sem tvær ungar grúppíur þurfa að bera sig til að þóknast átrúnaðargoði sínu. Skamm Cars skamm.

a1dba1758a6ab7a2978758bc1b87a444

Það verður svo varla súrara en þetta þegar gömlu bílasamtökin halda partý ….. hey þarna eru sítrónur….. damn!

32bb68beadd7473c7cfe1bfeeb4e5843

edaca33bcc7d5b55158379ddf5154700

Við endum þetta á vinalegum og rómantískum nótum með Aladdín og Yasmín en skorum á ykkur öll að hlusta á lagið án þess að hugsa um það sem lag um kynlíf…..