„Terror… In the flesh.“

Cabin Fever er fyrsta kvikmynd Eli Roth en hann stefndi á að gera ekta old school hryllingsmynd með öðruvísi söguþráð, þ.e. skæður vírus sem étur sig í gegnum hold á methraða dreyfist á meðal manna með litríkum afleiðingum. Persónur eru þessir týpísku unglingar sem sjást oft í hryllingsmyndum. Maður nær aldrei að bindast þeim neinum böndum að viti en þó eru þeir yfir meðallagi hvað leik varðar. Þessi mynd er kolbrjáluð og skemmtileg í alla staði. Hraðinn er mikill og það eru mörg ógeðsleg atriði þar sem maður fær alveg hroll eins og þegar stelpan rakar á sér lappirnar í baði og húðin fer með. Það voru gerð tvö framhöld og endurgerð árið 2016 en ekkert jafnast á við þessa fyrstu.

„When you’ve known someone a long time, you just want to kiss them just to see if they’re a good kisser. There’s nothing wrong with that, right?“

Leikstjóri: Eli Roth (Hostel 1-2, Knock Knock, The Green Inferno)