Fyrir tveimur árum liðu aðeins fáeinir mánuðir á milli tveggja ólíkra hasarmynda sem báðar tóku „Die Hard í Hvíta húsinu“ vinkilinn.
Önnur þeirra var fokdýr, gerð af Roland Emmerich (manni sem bókstaflega gerði atvinnu úr því að rústa Hvíta húsinu) og skartaði Channing Tatum og Jamie Foxx í hlutverki harðhaussins og forseta Bandaríkjanna. Hin var aftur á móti ódýrari, meira brútal og plantaði þeim Gerard Butler og Aaron Eckhart í áðurnefnd hlutverk þar sem þeir tveir snéru bökum saman. Morgan Freeman var víst þarna líka.

Nú snúa þeir Butler, Eckhart og Freeman allir aftur í London Has Fallen, framhaldi sem kannski ekki margir báðu um en engu að síður er búið að stækka hasarinn þrefalt og augljóslega víkka út sögusviðið og kaosið. Fyrri myndin var háamerísk og töluvert gagnrýnd fyrir rembingsfulla fánagælun, eitthvað sem má alltaf binda vonir við að snúi aftur í minna magni. Hins vegar er annar handritshöfundur myndarinnar íslendingur, Katrín Benedikt og skrifaði hún myndina með manninum sínum Creighton Rothenburger. Saman eru þau einnig handritshöfundar London has Fallen, ásamt fleirum.

Í mars á næsta ári megum við þó allavega búast við töffarastælum Butlers og mikilli Lundúnaeyðileggingu.

Kíkjum á brot: