„170,000 square miles of desert. 90 minutes of Oxygen. No way out.“

Ef þið fenguð innilokunarkennd þegar þið sáuð Cube eða The Descent þá er sennilega best að halda sig frá Buried. Þar sem það eiginlega vonlaust að fjalla um þessa mynd án þess að fara út í smáatriðið set ég spoiler viðvörun. Þessi mynd fjallar um mann, leikinn af Ryan Reynolds, sem vaknar grafinn í kistu í jörðinni. Hann er með gsm síma og kveikjara og þannig byrjar ballið. Smám saman kemst maður að baksögunni en áhorfandinn er fastur allan tíman í kistunni með Reynolds. Það er eiginlega magnað hvað þessi mynd er spennandi. Leikstjóranum tekst að bjóða stöðugt upp á nýja vinkla svo manni leiðist aldrei. Reynolds er frábær í hlutverkinu og er óhræddur við að sýna miklar tilfinningar. Þessa mynd má kalla tilraun og hvað mig varðar tókst tilraunin ansi vel.

Það voru búnar til 7 kistur við tökur myndarinnar til að ná öllum æskilegum sjónarhornum.

„Breathe, no breathe?“

Leikstjóri: Rodrigo Cortés