Bíóvefurinn er staðurinn sem allir kvikmyndaunnendur sameinast, ungir sem aldnir. Stefna okkar er að vera óháð síða og bjóða upp á alls konar efni sem þú færð hvergi annars staðar á þessum stóra dularfulla veraldarvef. Hér geturðu lesið faglega gagnrýni, sterkar skoðanir, greinar um hitt og þetta og mótmælt því svo öllu. Við hvetjum til þess og ýtum undir að allir láti í sér heyra! Eitt stærsta markmið okkar er að bjóða upp á sýningar á frábærum bíómyndum með sérstöku ívafi. Bæði myndir sem fara ekki í almenna dreifingu og forsýningar á myndum sem við gjörsamlega getum ekki beðið eftir að sýna ykkur.

Eigendur og umsjónarmenn Bíóvefsins eru:

Tómas Valgeirsson – Ritstjóri – tommi@biovefurinn.is
Hildur María Friðriksdóttir – aðstoðarritstjóri – hildur@biovefurinn.is

 

Láttu í þér heyra, sendu okkur grein! 

Ertu með mjög sterkar skoðanir um Christopher Walken? Eða langar að kvarta yfir ömurlegri bíóferð sem þú lentir í? Við elskum að birta greinar eftir þá sem vilja láta í sér heyra.

 

Bíófíklar
Er eitthvað skemmtilegra en að spjalla um bíómyndir? Nei. Þess vegna viljum við benda á líflega Facebook samfélagið okkar þar sem allt má flakka. Taktu þátt í umræðum með hundruðum bíófíkla.

 

Viltu auglýsa? 
Bíóvefurinn er ein stærsta kvikmyndasíða Íslands og býr yfir öflugum markaðstækifærum. Auglýsinga plássin okkar eru stór og áberandi. Sendu okkur tölvupóst fyrir frekari upplýsingar.