Í febrúar á næsta ári lokast hinn mikli, spólgraði (og snarskemmdi) Fifty Shades-þríleikur, og nú mega aðdáendur (þið vitið hver þið eruð) eiga von á einhverjum háspennu-klímax í þróun sambands þeirra Anastasiu og moldríka greysins Christian, sem og alla vafasömu aðila í kringum þau.

Allavega, Fifty Shades Freed lofar ekki bara brúðkaupi, heldur fleiri stunum (giska ég) og byssuhasar heldur en áður hefur tíðkast í seríunni. Þurfti svosem ekki mikið til.

Hér er trailer.