Nýjasta ‘senubrotið’ úr Batman v Superman: Dawn of Justice er kannski ekki langt, en það gefur okkur ansi mikið á stuttum tíma, reyndar ekki nema 40 sekúndum eða svo.

Handsamaður Batfleck og eitt reitt og tilbeðið Stálmenni. Brotið er í rauninni til þess að trekkja upp áhorfendur fyrir þriðja trailer myndarinnar sem lendir á netinu seinna í vikunni, sennilega aðfaranótt fimmtudags.