Hér kemur brot af því nýjasta og heitasta úr fréttaheiminum:
lost_in_space3

– Leikstjórinn Neill Marshall, sem hefur komið að drápsveislum á borð við Doomsday, The Decent og Game of Thrones, mun næst vaða í glænýja Lost in Space endurræsingu fyrir Netflix. Gert er ráð fyrir pakkaðri mini-seríu og mun Marshall bæði framleiða og að minnsta kosti gera einn-til-tvo þætti

 

wonru

– Íslenska Netflix-bólan virðist vera komin á glænýtt stig. Myndir eins og Mean Girls, Godfather 1 og 2 og Anchorman, svo fáar séu upptaldar, eru komnar með íslenskan texta, og er jafnvel hægt að kíkja á Svamp Sveinsson með íslensku tali.

 

Ghostbusters-large

– „Markaðssetningin“ fyrir Ghostbusters endurgerðina hefur verið stórfurðuleg og uppfull af reiði undanfarið í garð ‘rasistana’ og ‘nettröllana’ sem hafa hátt látið í sér heyra. Tom Rothman hjá Sony er þekktur fyrir að gefa út óvægin komment (og þótti sérlega umdeildur á Fox-árum sínum þegar hann sá um X-Men seríuna) og mælir hann ákveðinn við The Hollywood Reporter: „Það segja allir að við séum að gera stelpu-útgáfuna af Ghostbusters. Nei, við erum að gera fyndna Ghostbusters-mynd, sem vill svo til að sé með fjórum konum í aðalhlutverki. Þetta er frumlegt. Það eru allir að væla á netinu með sín komment, en skítt með þá.“

Nánar hér.

 

spectre-craig-seydoux-banner

– Ekki vill svo til að þú sért ekki enn búin/n að sjá SPECTRE, en langar samt að sjá hvernig Sam Smith kredit-intróið kom út í henni?

Endilega njóttu:

Og ef þú ert anime-fíkill muntu eflaust sjá eitthvað allt annað úr þessu kolkrabbaþema.

 

Riddick-aðdáendur hafa lengi þurft að bíða í óvissu um hvort nokkurn tímann verði haldið áfram með karakterinn sem gerði Vin Diesel heimsfrægan áður en bílahasarinn tók við. Fyrsta myndin, Pitch Black, kom út 2000. Síðan fengum við The Chronicles of Riddick fjórum árum síðar og lá afgangurinn í dvala þangað til 2013, þegar ‘Riddick’ kom út. En Diesel hefur öðlast talsvert afl í Hollywood seinustu árin og tilkynnti hann á Instagram-síðu sinni að hafin væri vinna á næsta kaflanum, FURIA. Ekki nóg með það, heldur er einnig sjónvarpssería í vinnslu að nafni Merc City, sem mun gerast í sama heimi.

… og þá vantar bara nýjan tölvuleik.

 

video-undefined-297ADEEA00000578-23_636x358

Lokamyndin í Hunger Games-„fjórleiknum“, Mockingjay: Part 2, átti ágætis opnunarhelgi en öruggt er að segja að lokatölur séu fyrir neðan væntingar aðstandenda. $101 milljón yfir þrjá daga er slatti engu að síður, en þetta er góðum 20 millum neðar frá því sem fyrri hlutinn í lokasögunni tók inn.

 

Svarta íslenska ástarsögu(drama?)kómedían Webcam er nýkomin á VODið. Leikstjóri myndarinnar og framleiðandi birtu mynd á Facebook- og Twitter-síðu myndarinnar, þarf sem þeir sýndust afar kátir með útgáfuna.
Trúlega kátari en þeir voru með aðsóknartölurnar.

Mælum með að fólk kíki á þessa litlu mynd og sjá hverju það hefur verið að missa af, eða hvort það hafi verið að missa af nokkru.

 

untitled

– Ástralska sjarmatröllið Chris Hemsworth vakti athygli á Twitter á nýjum ‘megrunarkúr’ sem hann kallar ‘Týndur á sjó’, til að gefa okkur forsmekkinn af útliti hans í In the Heart of the Sea, sem frumsýnd verður um miðjan desember.

 

– … og talandi um miðjan des, þá er Star Wars: The Force Awakens nú þegar búin að hala inn yfir $50 milljónum vestanhafs í forsölunni einni. Nú fara hverjir sérfræðingar á eftir öðrum að velta fyrir sér hvernig tölurnar munu verða á opnunarhelginni. Ýmsir hjá Deadline eru meira en öruggir um að þetta verði sögulegt met og gætu fyrstu dagarnir mokað inn hátt í $600 milljónir á heimsvísu…
Sakar ekki að græja miðana sem fyrst. Það gæti orðið ansi uppselt fyrstu vikuna, meira að segja hér heima.