„Why is his head worth one million dollars and the lives of 21 people?“

Sam Peckinpah var algjör rebel. Þegar kvikmyndaverin fóru að hafa of mikil afskipti af honum ákvað hann að fara til Mexíkó til að gera ódýra mynd sem hann myndi hafa algjöra stjórn yfir. Skv. honum er þessi mynd sú eina sem er nákvæmlega eins og hann vildi og þvílík blessun, af því að Bring Me the Head of Alfredo Garcia er geggjuð mynd. Söguþráðurinn minnti mig mest á True Romance en tilfinningin er hreinræktuð grindhouse. Myndin er ofursvöl og það er mikið ofbeldi en líka rómantík og tilfinningar.

Warren Oates leikur Bennie sem er einfaldur píanóleikari en líka svalur nagli. Hann fær tækifæri til að græða 10.000 dollara sem gætu skapað honum og unnustu hans tækifæri til betra lífs. Það eina sem hann þarf að gera er að ná í höfuðið á Alfredo Garcia! Þessi mynd kom verulega á óvart. Ég átti von á skemmtilegri mynd en hún var mun betri en ég átti von á.

„A double bourbon with a champagne back, none of your tijano bullshit, and fuck off.“

Leikstjóri:Sam Peckinpah (Straw Dogs, The Wild Bunch, The Getaway, Pat Garrett & Billy the Kid)