“Retribution is coming.”

Brimstone er rosalegt sálfræðidrama sem gerist í villta vestrinu án þess að vera beint týpískur vestri. Myndin nær yfir langt tímabil fjölskyldu sem skipt er í þrjá kafla. Guy Pierce leikur snarklikkaðan prest sem níðist á fjölskyldu sinni og kemst upp með ótrúlega hluti með því að boða guðhræðslu. Sagan er of flókin til að útskýra en mér fannst þessi mynd alveg mögnuð og Pierce mjög eftirminnilegt illmenni. Tékkið endilega á þessari.

Myndin var framleidd í Hollandi og er næstdýrasta mynd sem það góða land hefur framleitt á eftir Black Book.

“Beware of false prophets who come to you in sheep’s clothing.”

 

Leikstjóri: Martin Koolhoven (Winter in Wartime)